Tilgangur og markmið

Betkastið er fyrir alla þá sem finnst gaman að spá í spilin um úrslit íþrótta eða annarra viðburða sem eru til umræðu í samfélaginu hverju sinni. Hlaðvarpið svalar forvitni þeirra sem vilja vita hvernig möguleg úrslit gætu litið út óháð því hvort fólk stundi veðmál eða ekki.

Í hlaðvarpinu er rætt við sérfræðinga í hverju fagi fyrir sig á léttu nótunum. Lögð er áhersla á að hver skoðun og spá hefur rétt á sér og er tilgangurinn að skapa umræður og vekja fólk til gagnrýnnar hugsunar.

Betkastið styður ábyrga spilahegðun!

Framtíðarsýn

Betkastið hefur verið í stöðugum vexti frá upphafi og möguleikarnir því talsverðir!

Stefnan er að taka upp þætti á fjölbreyttum sviðum og fá mismunandi sérfræðinga í heimsókn.

Við viljum hvetja fólk til að vera virkt á samfélagsmiðlum og taka þátt í vegferðinni með okkur!

Dreifileiðir og Þættir

Þættir koma út á öllum helstu streymisveitum.

Miðað við er að reyna gefa út þætti vikulega á mánudögum en það getur hliðrast eftir dagsetningu á viðburðum.

Birtar eru 3-5 klippur úr hverjum þætti á samfélagsmiðlum.